Julien Blanc fær ekki að koma til Bretlands, samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar. Blanc hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið en hann stefnir á að koma til Íslands í júní á næsta ári. Samkvæmt Sky fær hann ekki vegabréfsáritun.
Svokölluð stefnumótanámskeið Blanc eru umdeild víða um heim. Fleiri en 150 þúsund manns skrifuðu undir lista sem mótmælir komu hans til Bretlands en honum var vísað frá Ástralíu þegar hann var þar á dögunum. Námskeið Blanc eru sögð hvetja til kynferðisofbeldis.
Á vefsíðu Blanc kemur fram að aðferðirnar sem hann kennir séu andlega særandi og illar leiðir til að stunda kynlíf með konum.
Meira: Níu ástæður fyrir því að enginn ætti að taka mark á Julian Blanc
Blanc þessi er afar umdeildur. Í byrjun nóvember var atvinnuleyfi hans í Ástralíu afturkallað eftir námskeiði hans var mótmælt harðlega. Hann yfirgaf landið mánuði áður en störfum hans þar átti að ljúka.