Svo virðist sem bandaríski „stefnumótaþjálfarinn“ Julian Blanc sé hættur við að koma til Íslands. Þúsundir vildi að honum yrði meina að koma til landsins.
Rúmlega 11 þúsund manns hafa skrifað undir lista þar sem miðar að því að stöðva komu Blanc til landsins. Blanc virðist ekki lengur áhugasamur um að halda námskeið sitt á Íslandi og miðasölu hefur verið hætt á vef fyrirtækisins Real Social Dynamics.
Svokölluð stefnumótanámskeið Blanc eru umdeild víða um heim. Fleiri en 150 þúsund manns skrifuðu undir lista sem mótmælir komu hans til Bretlands en honum var vísað frá Ástralíu þegar hann var þar á dögunum. Námskeið Blanc eru sögð hvetja til kynferðisofbeldis.
Á vefsíðu Blanc kemur fram að aðferðirnar sem hann kennir séu andlega særandi og illar leiðir til að stunda kynlíf með konum.
Hugleikur Dagsson blandaði sér í umræðuna í síðustu viku. Hann sagði asnalegt að banna fólki að koma hingað til lands:
Ef við meinum honum inngöngu mun hann monta sig á twitter og fá fullt af rítwíti frá sorglegum her af heiladauðum rúnkþefjandi mannöpum með öfugar derhúfur. Hann verður hetja meðal skunka og skíthæla og það er það sem hann vill. Við skulum ekki gera honum þann greiða.
Blanc er afar umdeildur.Blanc hefur verið meina að koma til Bretlands og í byrjun nóvember var atvinnuleyfi hans í Ástralíu afturkallað eftir námskeiði hans var mótmælt harðlega. Hann yfirgaf landið mánuði áður en störfum hans þar átti að ljúka.