Auglýsing

Justin Bieber hjálpaði kór heilbrigðisstarfsfólks á topp breska vinsældarlistans

Lagið A Bridge Over You er á toppi breska vinsældarlistans um jólin. Kórinn sem flytur lagið er skipaður læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki en hjartaknúsarinn Justin Bieber átti sinn þátt í koma laginu á  toppinn. Hlustaðu á lagið hér fyrir neðan.

Ágóði lagsins rennur til góðgerðarmála og það heillaði Bieber sem hvatti 72 milljónir fylgjenda sinna á Twitter til að kaupa smáskífu kórsins.  127 þúsund eintök seldust af smáskífunni og Bieber var ánægður með árangurinn, eins og kom fram á Twitter.

Sjálfur á Bieber þrjú lög á listanum; Love Yourself, Sorry og What Do You Mean. Hann varð sjálfur að lúta í lægra haldi fyrir hópnum en lag hans Love Yourself er í öðru sæti listans yfir jólin. Í frétt BBC kemur fram að hópurinn sé himinlifandi með árangurinn.

Hlustaðu á lagið hér fyrir neðan.

https://www.youtube.com/watch?v=ve1sevQpQLQ

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing