Justin Bieber lenti í slag í Cleveland á miðvikudag en hann var í borginni til að fara á leik heimamanna og Golden State Warriors í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Vefmiðillinn TMZ greinir frá því að atvikið hafi átt sér stað eftir leikinn á hóteli miðborg Cleveland og að það hafi fokið í Bieberinn eftir að talsvert stærri náungi sló til hans.
Fjöldi fólks varð vitni að slagsmálunum en óljóst er hvað olli þeim. Samkvæmt TMZ var mikið verið að biðja Bieber um að sitja fyrir á myndum með fólki sem getur eflaust verið pirrandi.
Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.