Tónlistarmaðurinn Justin Bieber hefur landað sínu fyrsta stóra leikarahlutverki en hann mun tala fyrir litla ástarguðinn Amor í væntanlegri teiknimynd.
Myndin er ekki enn komið með nafn en hún verður ein fyrsta myndin sem kvikmyndafyrirtækið Mythos sendir frá sér. Mythos er nýtt kvikmyndafyrirtæki sem að umboðsmaður Bieber, Scooter Braun, stofnaði ásamt David Maisel frá Marvel Studios.
Í rómverskri goðafræði er Amor lítill og prakkaralegur sonur Venus, gyðju ástarinnar og Mars, guð stríðsins. Hann hefur verið táknrænn fyrir ást og þrá í margar aldir og er þekktur fyrir að skjóta örvum í fólk til þess að gera það ástfangið.
Þetta verður fyrsta stóra hlutverk Bieber á hvíta tjaldinu en hann hefur komið fyrir áður í myndum á borð við Zoolander 2 og Killing Hasselhoff ásamt því að hafa leikið aukahlutverk í þáttum á borð við CSI.