Justin Timberlake kemur fram á tónleikum í Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 24. ágúst ásamt hljómsveit sinni The Tennessee Kids.
Samkvæmt vefútgáfu bandaríska tímaritsins OK! er Timberlake afar sýklafælinn. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að hann láti sótthreinsa alla hurðarhúna í kringum sig á tveggja tíma fresti.
Tónleikahaldarinn Sena gæti því þurft að hafa fólk tilbúið með tuskur og spritt til að þóknast söngvaranum knáa, sem er einn af vinsælustu tónlistarmönnum heims. Uppselt er á tónleikana en þeir verða sýndir í beinni útsendingu á vef Yahoo.