Söngvarinn Justin Timberlake er búinn að kjósa í forsetakosningunum heimalandi sínu, Bandaríkjunum. Það gerði hann á mánudag.
Hann gæti þó átt yfir höfði sér sekt eða fangelsisdóm þar sem hann tók sjálfu á kjörstaðnum og birti á Instagram.
Timberlake býr í Kaliforníu en flaug til Tennessee til að kjósa í heimabæ sínum Memphis. Nota má farsíma á kjörstöðum í ríkinu en bannað er að nota þá til að taka myndir eða myndskeið.
Málið er til skoðunar hjá lögreglu. Myndin hefur verið fjarlægð af Instagram.
Í texta sem fylgdi myndinni sagðist hann hafa farið langa leið til að nota atkvæðisréttinn og hvatti aðra til að kjósa.
Kosningalög á Íslandi banna kjósendum að sýna af ásettu ráði hvernig þeir kjósa eða hafa kosið og þeir sem flagga atkvæði sínu með þessum gætu fengið sekt.