Auglýsing

Kæra Ágúst Borgþór fyrir umfjöllunina um Gunnar Rúnar

Afstaða, félag fanga, hefur kært Ágúst Borgþór Sverrisson, blaðamann DV fyrir hönd Gunnars Rúnar Sigþórssonar sem afplánar dóm sinn fyrir morð á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Þetta kemur fram á Vísi.

Sjá einnig: Þórður hjólar í DV vegna fréttar um Gunnar Rúnar: „Þetta er sirka botninn“

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, gagnrýndi DV á Twitter síðu sinni á dögunum þar sem hann sagði að umfjöllunin um Gunnar Rúnar væri sirka botninn og að tilgangurinn væri enginn nema umferðarklám. Halldór Halldórsson var einn af þeim sem tók undir með Þórði og kallaði umfjöllunina viðbjóð.

DV hefur fjallað töluvert um Gunnar Rúnar undanfarið en fyrir tveimur vikum birti miðillinn frétt um Tinder-aðgang Gunnars. Fyrir þremur dögum birtist svo nokkuð ítarleg umfjöllun um líferni Gunnars sem var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morð árið 2011 en afplánar nú dóm sinn á áfangaheimilinu Vernd.

Sjá einnig: Ágúst stendur við umfjöllunina um Gunnar Rúnar: „Furðuleg gagnrýni á þennan fréttaflutning“

Á Vísi.is kemur fram að í kæru Afstöðu eru sérstaklega gerðar athugasemdir við vinnubrögð Ágústs Borgþórs og framsetningu fréttar hans. Gerðar eru athugasemdir við það að Ágúst Borgþór hafi setið fyrir Gunnari fyrir utan Vernd og falast eftir viðtali, ítarlegar útlitslýsingar á Gunnari, birtingar mynda sem teknar voru úr „launsátri“.

Ágúst er sagður hafa gerst sekur um brot gegn 3. gr. siðareglna blaðamanna sem kveður á um að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun, úrvinnslu og framsetningu. Blaðamaður sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum og forðist allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda óþarfa sársauka eða vanvirðingu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing