Hljómsveitin Kaleo hefur hætt við þrenna tónleika í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vegna ástandsins eftir fellibylinn Flórens. Þetta kemur fram á Twitter-síðu Kaleo.
Í færslunni á Twitter kemur fram að hljómsveitin þurfi nauðsynlega að hætta við tónleikana. Tónleikarnir áttu að fara fram í Raleigh í kvöld, Wilmington þann á fimmtudaginn og í Charlotte á föstudaginn.
Sjá einnig: Þúsundir aðdáenda slefa yfir Jökli í Kaleo á Instagram: „Eiginmaður framtíðarinnar“
„Endurgreiðslur eru í boði. Sendum ást og ljós til allra sem fellibylurinn hafði áhrif á,“ segir á Twitter.
Due to the aftermath of Hurricane Florence, we have made the difficult but necessary decision to cancel our shows in North Carolina this week. Refunds available at point of purchase. Sending love and light to anyone affected by the hurricane. Here’s hoping for a speedy recovery. pic.twitter.com/ecJoMSbie8
— KALEO (@officialkaleo) September 17, 2018