Hljómsveitin Kaleo spilaði í morgunþættinum Good Morning America í morgun. Jökull Júlíusson, aðalsöngvari og gítarleikari sveitarinnar, spjallaði við stjórnanda þáttarins í beinni útsendingu áður en þátturinn hófst en þar spilaði sveitin No Good. Þátturinn var sendur út frá Times Square í New York í Bandaríkjunum. Hér má sjá sveitina trylla lýðinn.
Sjá einnig: Jökull í Kaleo tjáir sig um óvæntu greininguna: Álag, streita og lítill svefn
Jökull sagði í samtali við þáttastjórnandann að fyrir þremur árum hefði tónlistin verið áhugamál og þá hefði hann ekki getað ímyndað sér að hann myndi lifa á henni innan skamms tíma.