Tónlistarmaðurinn Kanye West var gestur í spjallþætti Jimmy Kimmel í Bandaríkjunum í gær. Kimmel spurði Kanye út í stuðning hans við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og gerði hann orðlausan.
Kanye West gat ekki svarað því þegar Kimmel spurði hann út í það hvort að stuðningur hans við Trump væri ekki í mótsögn við opinbera gagnrýni á forsetatíð George W. Bush.
„Hvort sem okkur líkar við hann sem persónu eða ekki, þá eru það gjörðir hans sem skipta máli. Þú sagðir eftirminnilega að George Bush væri sama um svart fólk. Það fær mig til að hugsa, hvað fær þig til að halda að Trump sé sama?” spurði Kimmel.
Kanye spáði mikið í spurningunni en náði ekki að svara áður en þátturinn fór í auglýsingapásu. Eftir auglýsingahlé töluðu þeir um plötuna Ye sem Kanye gaf út í vor og baráttu hans við geðsjúkdóma.