Auglýsing

Kári Stefánsson: Guð var ekki örlátur þegar hann setti Vilhjálm Árnason saman

Ein af skemmtilegri umræðum um áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór fram í hlaðvarpsþættinum Hip hop og pólítík á Vísi í vikunni. Þar mættust Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Dóri DNA, grínisti og áhugasmiður en stjórnendur þáttarins eru fréttamennirnir Kjartan Atli Kjartansson og Þorbjörn Þórðarson.

Sjá einnig: Níu hlutir sem breytast ef áfengi fer í matvöruverslanir

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.

Kári Stefánsson er augljóslega ekki hrifinn af frumvarpinu. Dóri sagðist hafa heyrt að lögfræðingar smásölurisans Haga hafi skrifað frumvarpið en Kári sagði að það geti ekki verið, enda sé svo heimskulega sett saman.

Kári hélt svo áfram ómyrkur í máli:

Ég held að Vilhjálmur Árnason, sem er maður sem er þannig samansettur að Guð hefur ekki verið mjög örlátur þegar hann bjó hann til. Hann hefur sett þetta saman og enginn annar.

Og Dóri ærðist úr hlátri.

Annars leikur Kári á als oddi í þættinum. Umræðan hefst upp úr 20. mínútu. Hér er hægt að hlusta:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing