Dr. Karl Kennedy er á leiðinni til landsins, kæru Nágrannaaðdáendur.
Leikarinn Alan Fletcher er væntanlegur til landsins í janúar. Fletcher er þekktastur fyrir að frammistöðu sína í áströlsku sápuóperunni Neighbours, eða Nágrannar, sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 í áraraðir.
Fletcher leikur lækninn Karl Kennedy og hefur gert það frá árinu 1994. Karl og Susan, eiginkona hans, eru á meðal ástkærustu íbúa Ramsay-götu, ásamt Toadfish að sjálfsögðu.
Ásamt því að skoða sig um hyggst Fletcher koma fram á tónleikum á Spot föstudaginn 8. janúar. Hann kemur fram ásamt hljómsveit sinni, Waiting Room, og hyggst heilsa upp aðdáendur sína í leiðinni.
Fyrirtækið Reykjavík by night aðstoðar Fletcher hér á landi en hann leitaði til þeirra.
Waiting Room var stofnuð árið 2004 og hefur nokkrum sinnum farið í tónleikaferðir til Bretlands.
Ásamt því að flytja eigin lög breiðir Waiting Room yfir lög annarra á tónleikum. Fletcher er til að mynda þekktur fyrir að syngja Smokie-smellinn Living Next Door to Alice og skipta út nafninu Alice fyrir Susan, sem er að sjálfsögðu eiginkona hans í Neighbours.
Við skiljum hér eftir eftirminnilegt atriði úr Nagrönnum, þar sem kvennabósinn Dr. Karl Kennedy er kemur sér í vandræði: