Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í kvöld rúmlega fimmtugan karlmann og 45 ára konu í viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar á bruna á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
„Krafan var byggð á rannsóknarhagsmunum vegna rannsóknar á bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í gær,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Rökstuddur grunur er um að eldur hafi kviknað í húsinu af mannavöldum og rannsakar lögreglan nú hvort um ásetning hafi verið að ræða eða gáleysi.