Auglýsing

Karlar láta græða á sig alskegg, skeggígræðsluaðgerðum fjölgar mikið

Sífellt fleiri karlar láta græða skegg á andlit sitt. Slíkum aðgerðum hefur fjölgað mikið undanfarið og helst það eflaust í hendur við að þykkt alskegg hefur verið í tísku víða um heim. Þetta kemur fram á vef New York Times.

New York Times fjallar um sjúkraliðann Jose Armos sem er 28 ára gamall en leit út fyrir að vera svo ungur að það olli sjúklingum kvíða.

Þeir litu á mig og sögðu: „Ókei. Er þessi 16 ára krakki að fara að sjá um mig?“ Það var mjög erfitt fyrir fólk að treysta mér vegna þess að ég var með svo barnslegt andlit.

Fyrr á þessu ári fór Armos í skeggígræðsluaðgerð í læknastofu í Miami. Hann vildi vera karlmannlegri og lét græða á sig alskegg með börtum og öllu tilheyrandi.

Aðgerðin fór þannig fram að meira en þúsund hársekkir voru fjarlægðir af baki hans og komið fyrir í andlitinu. Armos sagði þetta snúast að miklu leyti um að fá virðingu frá fólki.

Skeggígræðsluaðgerðir hafa þróast mikið og í dag og líta skeggin náttúrulega út eftir aðgerðirnar. Karlarnir raka sig og það vex á ný, alveg eins og venjulegt skegg.

Í umfjöllun New York Times er haft eftir nokkrum læknum að þessum aðgerðum hafi fjölgað mikið. Einn læknir framkvæmdi til að mynda fjórar til fimm slíkar aðgerðir á ári fyrir tíu árum síðan en framkvæmir nú að meðaltali þrjár í viku.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing