Karlmaður á áttræðisaldri lést í eldsvoða í fjölbýlishúsi á Laugarnesvegi í Reykjavík á laugardag. Maðurinn fannst ekki fyrr en á mánudaginn en enginn íbúi í húsinu varð eldsins var. Ekki er talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan hefur málið til rannsóknar. Vísir.is greinir frá þessu.
Talið er að eldurinn hafi logað í stutta stund og því hafi engin tilkynning borist Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir hefur eftir Slökkviliðinu að mál sem þessi séu afar sjaldgæf en búist er við yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins seinna í dag.
Fréttablaðið ræddi við íbúa í húsinu sem varð ekki var við neytt fyrr en á mánudaginn, þegar lögregla kom á staðinn og í ljós kom að nágranni hans væri látinn.