Breskir sérfræðingar hafa komist að því að karlmenn eru miklu líklegri en konur til að taka heimskulegar ákvarðanir sem kosta þá lífið. Sérfræðingarnir rannsökuðu gögn frá Darwin-verðlaununum.
Darwin-verðaunin eru veitt árlega fólki sem hefur látið lífið við að gera eitthvað hrikalega heimskulegt. Hegðun þessa fólks þykir sýna hversu heimskt fólk getur verið.
Á meðal þeirra sem hafa unnið Darwin-verðlaun eru bandarískur maður sem þakti andlit sitt með gulllituðu spreyji áður en hann rændi búð. Hann lést skömmu síðar eftir að hann andaði að sér óhóflegu magni af eiturgufum.
Svo voru það belgísku bankaræningjarnir sem ætluðu að nota sprengiefni til að ræna hraðbanka en enduðu á að sprengja alla bygginguna. Og urðu undir henni í leiðinni.
Niðurstöðurnar voru birtar í breska læknablaðinu. Samkvæmt þem eru 88,7% vinningshafa Darwin-verðlaunanna karlmenn.
Hér má sjá súlurit með niðurstöðunum: