Auglýsing

Kartöflusalatssöfnun komin yfir átta milljónir

Frumkvöðull sem kallar sig Zack Danger Brown hefur safnað meira en 70 þúsund dölum, um átta milljónum íslenskra króna, á hópsöfnunarsíðunni Kickstarter. Og fyrir hverju er hann að safna? Skjál af kartöflusalati.

Meira en fimmþúsund manns hafa lagt söfnuninni lið sem hefur þann eina tilgang að fjármagna kaup á kartöflum, majónesi og öðru sem þarf til að hræra í kartöflusalat. „Ég ætla bara að búa til kartöflusalat — ég veit ekki hvernig,“ segir Brown á Kickstarter-síðu sinni og biður fólk um tíu dala framlög.

Fréttasíður um allan heim hafa sagt frá ævintýralegum árangri Brown. Miðað við Twitter-síðu hans leiðist honum ekki frægðin og biður þekkta Hollywood-leikara um hjálp við að gera salatið.

23 dagar eru eftir af söfnun Brown og ómögulegt er að segja hversu miklu hann safnar og hvað hann gerir við peningana (eða hversu mikið kartöflusalat).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing