Auglýsing

Katar bauð 20 íslenskum stuðningsmönnum á HM í handbolta

20 íslenskir stuðningsmenn karlalandsliðsins í handbolta eru á leiðinni á heimsmeistaramótið í Katar í boði þarlendra mótshaldara. Mótið hefst í Katar 15. janúar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir í samtali við Morgunblaðið boð hafa borist frá Katar og að stjórnin hafi ákveðið að verðlauna með þá aðila sem þéttast hafa staðið á bak við starf sambandsins í sjálfboðavinnu og hafa fylgt íslenska landsliðinu út á síðustu stórmót:

Okkur þykir fyrst og fremst gott að geta gert eitthvað fyrir þá sem þétt standa við bakið á okkur. En vissulega er ekki einfalt að velja í svona hóp.

Hann tekur fram að enginn stjórnarmaður HSÍ sé í hópnum, sem fer út 14. janúar kemur heim 2. febrúar, daginn eftir að heimsmeistaramótinu lýkur.

„Þessu boði fylgja engin fjárhagsleg útlát fyrir Handknattleikssambandið,“ segir Einar í Morgunblaðinu.

„Allur kostnaður við ferðir og uppihald er greiddur af mótshöldurum í Katar. Okkur hjá HSÍ þykir fyrst og fremst ánægjulegt að geta gert eitthvað fyrir þá sem vinna fyrir okkur og styðja við bakið á landsliðinu okkar í mótbyr jafnt sem meðbyr.“

Mótshaldarar í Katar greiða einnig ferðir og gistingu fyrir 13 íslenska fjölmiðlamenn sem sækja mótið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing