Auglýsing

Katrín Jakobs vissi ekki að það ætti að skrifa undir #metoo áskorunina: „Hefði annars gert það“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að hún hefði skrifað undir áskorun íslenskra stjórnmálakvenna til stjórnmálaflokkanna ef hún hefði vitað að það ætti að gera það. Hún segist ekki hafa verið mikið á Facebook undanfarið.

Í vikunni skrifuðu hundruð stjórnmálakvenna undiráskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynferðislegu ofbeldi og áreitni í íslenskum stjórnmálum. „Þess er krafist að karlmenn innan flokkanna og flokkarnir sjálfir setji sér viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja og að þær muni fá stuðning,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum.

Sóley Tómasdóttir sagði á Twitter í dag að það væri sorglegt að ein örfárra stjórnmálakvenna sem skrifaði ekki undir áskorunina sé verðandi forsætisráðherra. „Og undarlegt að það hafi ekki gert að umtalsefni,“ sagði hún.

Katrín svaraði þessu á Twitter í kvöld og sagðist hreinlega ekki hafa vita að það ætti að skrifa undir. „Hef ekki verið mikið á fb að undanförnu,“ segir hún en hún hefur að sjálfsögðu verið í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarið. „En [ég] hefði annars að sjálfsögðu gert það.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing