Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er í aðalhlutverki á forsíðumynd alþjóðlegrar útgáfu New York Times í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands eru í forgrunni á myndinni en fyrir aftan þau lygnir Katrín aftur augunum.
Myndin sem er ansi skemmtileg hefur vakið mikla athygli en á henni virðist sem svo að Katrín sé ansi þreytt á átökum Trump og May. Forsíðufrétt New York Times fjallar um stirðleika í samskiptum Bandaríkjanna og Bretlands og fyrirhugaða heimsókn Trump til Bretlands.
Myndin er tekin á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins. Í Facebook hópnum Fjölmiðlanördar hafa sprottið upp líflegar umræður um myndina.
Einn Facebook notandi heldur því fram að Katrín sé að reyna að berjast við að hunsa Trump en annar vill meina að hún sé einungis að njóta sólarinnar á meginlandinu þar sem hún hafi ekki séð mikið af henni hér á landi í sumar.
Myndina má sjá efst í fréttinni.