Auglýsing

Katrín Tanja og Ragnheiður Sara í öðru og þriðja sæti þegar lokadagurinn hefst

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir eru í öðru og þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit sem fara nú fram í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mótinu lýkur í nótt en fyrsta þrautin hefst klukkan 16.50 í dag.

Katrín Tanja er ríkjandi heimsmeistari í CrossFit en Anní Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari, er ekki langt undan og situr í 11. sæti. Þá er Þuríður Erla Helgadóttir í 17. sæti.

Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti í karlaflokki á heimsleikunum. Íslendingarnir verða í eldlínunni í dag en í fyrstu þraut dagsins eiga þau að ganga á höndum.

Konurnar hefja leik klukkan 16.50 í dag og karlarnir taka við rúmum hálftíma síðar. Hægt er að fylgjast með leikunum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing