Söngkonan Katy Perry hefur verið dæmd fyrir lagastuld en kviðdómur í Kaliforníu í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöður að lagið Dark Horse væri stolið. Undirspilið er talið vera of líkt kristilegu rapplagi sem rapparinn Marcus Grey, eða Flame, gaf út.
Lagið Joyful Noise kom út fimm árum áður en lagið Dark Horse sem Katy Perry gaf út með rapparanum Juicy J. Perry hafnaði því að lagið Dark Horse væri stolið og sagðist aldrei hafa heyrt það áður. Sömu sögu er að segja af Dr. Luke, framleiðanda lagsins.
Dómstólar munu nú fara í það að ákveða hversu háar skaðabætur Perry þarf að greiða fyrir stuldinn en það hefur ekki verið gefið út.