„Ég held að líkami kvenna sé vígvöllur og það er að hluta ljósmyndun að kenna.“
Þetta sagði breska leikkonan Keira Knightly í viðtali við breska dagblaðið The Times á dögunum.
Knightley var ber að ofan á mynd í tímaritinu Interview í september. Hún segir í samtali við The Times að myndin hafi verið mótmæli á notkun hugbúnaðarins Photoshop. Tískuljósmyndarinn Patrick Demarchelier tók myndina Knightley og hana má sjá hér fyrir neðan.
Líkama hennar var ekki breytt í Photoshop á myndinni.
Líkami minn hefur verið skrumskældur svo oft, við svo mörg tilefni, hvort sem það eru götuljósmyndarar eða myndir á kvikmyndaplakötum. Í þessari myndatöku sagðist ég vera til í að vera ber að ofan ef brjóst mín yrðu ekki stækkuð eða löguð til. Mér finnst mikilvægt að geta sagt að það skiptir engu máli hvernig fólk er í laginu.
Vefmiðillinn Jezebel bendir á þegar barmur Knightley var stækkaður á plakati fyrir myndina King Arthur.
Knghtley talar einnig um femínisma í viðtalinu. „Mér finnst svo frábært að þessi samtöl geta loksins fara fram án þess að fólk segi manni að halda kjafti ef maður nefnir femínisma,“ segir hún. „Einhvern varð það [femínismi] skammyrði.“
Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.