Auglýsing

Kennedy mun hjálpa til við að velja ríkisstjórn Trumps

Kosningateymi Trump gaf það út síðastliðinn þriðjudag að Robert F. Kennedy Jr. og Tulsi Gabbard yrðu hluti af starfshóp um viðtöku stjórnartauma forsetaembættisins (e.presidential transition team). Tilkynningin var send út eftir að Kennedy upplýsti að Trump hafi boðið þeim síðarnefnda að taka þátt í verkefninu ef Trump myndi sigra forsetakosningarnar.

„Ég hef verið beðinn um að taka þátt í starfshópnum sem mun aðstoða Trump við að velja fólkið sem myndi stýra ríkisstjórninni, og ég hlakka til þess,“ sagði Kennedy í viðtali við Tucker Carlson, fyrrverandi þáttastjórnanda Fox News.

„Stjórn mín mun standa við þessi djörfu loforð. Við munum endurheimta styrk, hæfni og almenna skynsemi í Hvíta Húsinu.“

Kennedy dró forsetaframboð sitt til baka í síðustu viku og lýsti yfir stuðningi við Trump, en sagði jafnframt að nafn hans yrði áfram á kjörseðlum í ríkjum þar sem ekki er líklegt að framboðið hefði áhrif á niðurstöðu kosninganna. Kennedy gekk til liðs við forsetann fyrrverandi á fundi í Arizona í síðustu viku. Seinna í viðtalinu var Kennedy spurður um hver áform hans væru nú þegar kosningabaráttu hans væri í raun lokið.

„Ég ætla að vinna að því að Trump verði kjörinn, og ég er að vinna með kosningateymi hans. Við erum að vinna að stefnumálunum saman,“ sagði hann í svari til Epoch Times.

„Og ég ætla að berjast,“ sagði Kennedy. „Ég veit ekki hvað verður ef við töpum.“

Eftir að Kamala Harris varaforseti kom inn í kosningabaráttuna í júlí bentu nokkrar kannanir til þess að Kennedy gæti hafa tekið einhverja kjósendur frá Trump. Kennedy stóð þá einnig frammi fyrir lagalegum áskorunum gegn því að nafn hans yrði á kjörseðlum í nokkrum ríkjum.

Fleiri demókratar styðja Trump

Tulsi Gabbard, fyrrverandi þingkona demókrata frá Hawaii sem bauð sig fram til forseta árið 2020, lýsti því yfir á mánudag að hún styddi Trump. Þetta var tilkynnt á kosningafundi Trumps í Detroit. Hún hrósaði Trump fyrir að „hafa hugrekki til að hitta andstæðinga, einræðisherra, jafnt sem bandamenn og samstarfsaðila í friðarumleitunum, og fyrir það að líta á stríð sem síðasta úrræði.“

Gabbard bætti við að Bandaríkin „stæði frammi fyrir fleiri en einu stríði á mörgum vígstöðvum víðsvegar um heiminn og að heimurinn væri nær kjarnorkustríði en nokkru sinni áður.“

Trump tilnefndi fyrr í þessum mánuði Lindu McMahon, fyrrverandi framkvæmdastjóra WWE (World Wrestling Entertainment) og kaupsýslumanninn Howard Lutnick til að vera í stjórn áðurnefnds starfshópsins. Tveir elstu synir Trumo, Donald Jr. og Eric, munu starfa sem heiðursformenn teymisins ásamt JD Vance, öldungadeildarþingmanni og varaforsetaefni Trump.

Áætlunin um að gera Bandaríkin frábær á ný (2024 GOP Platform to Make America Great Again) er framsýn áætlun sem mun skila öryggi, velmegun og frelsi fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði kosningateymi Trump í tilkynningu um miðjan ágúst.

„Munu standa við djörf loforð“

„Stjórn mín mun standa við þessi djörfu loforð. Við munum endurheimta styrk, hæfni og almenna skynsemi í Hvíta Húsinu. Ég hef fulla trú á því að Trump-Vance ríkisstjórnin verði tilbúin til að stjórna á áhrifaríkan hátt frá fyrsta degi.“

Kennedy, sem er umhverfislögfræðingur og talsmaður heilbrigðis(mála), tók þátt í kosningabaráttunni 2024 og skoraði þar með á demókrata í endurkjörframboði Joe Biden forseta, áður en hann að tók ákvörðun um að bjóða sig fram sem óháða. Áhugi kjósenda á Kennedy dvínaði í sumar eftir að Trump lifði af morðtilræði á baráttufundi í Pennsylvaníu og Biden hætti og lagði leiðina fyrir Harris.

Á fundi í Arizona tók Trump við stuðningsyfirlýsingu Kennedys og hét því einnig að stofna nefnd sem myndi vinna að því að opinbera þau skjöl sem ekki hafa verið birt varðandi morðið á frænda Kennedys, John F. Kennedy forseta.

Trump mun „gera Ameríku heilbrigða á ný“

Kennedy lýsti því yfir á fundinum að Trump myndi „gera Ameríku heilbrigða á ný“ og hann yrði forseti „sem muni vernda okkur gegn alræði.“

Um síðustu helgi gagnrýndu nokkrir fjölskyldumeðlimir stuðning Kennedys við Trump og sögðu í bréfi sem dreift var víða að það gengi gegn gildum fjölskyldunnar. Á sunnudag sagði Kennedy við Fox News: „Fjölskylda mín er í kjarna Demókrataflokksins,“ og bætti við að hann skildi hvers vegna ákvörðun hans væri þeim erfið.

„Við erum alin upp í umhverfi þar sem við vorum hvött til að rökræða hvert við, af ákafa og ástríðu, og okkur þykir enn vænt um hvert annað,“ bætti hann við. „Þeim er frjálst að taka afstöðu til þessara mála. Það eru líka margir fjölskyldumeðlimir sem starfa í kosningabaráttu minni og styðja mig,“ sagði Kennedy að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing