Auglýsing

Keypti miða á leikinn gegn Kósóvó á 100 þúsund með því skilyrði að peningurinn færi í Barnaspítalann

Tristan Ezekiel Baldursson, stuðningsmaður íslenska landsliðsins, átti auka miða á leik Íslands og Kósóvó sem fram fer á Laugardalsvelli á mánudaginn. Hann ákvað því að auglýsa miðann til sölu á Facebook-síðunni Brask og brall. Hann var búinn að fá nokkur tilboð þegar Ívar Þór Hilmarsson, notandi á síðunni, ákvað að bjóða honum 100 þúsund krónur fyrir miðann gegn því að hann myndi gefa upphæðina til Barnaspítala Hringsins.

Tristan féllst á það og hittust þeir á spítalanum í dag þar sem gjöfin var afhent og Ívar fékk miðann. Ívar segir, í samtali við Nútímann, hafa rekið augun í auglýsinguna um leið og flautað var af í leik Íslands og Tyrklands í gær og séð þarna sniðuga leið til að styrkja spítalann.

Meðlimir Brask og Brall voru ánægðir með þá Tristan og Ívar og fjölmargir hrósusðu þeim í hástert fyrir uppátækið. Leikur Íslands og Kósóvó fer eins og áður segir fram á Laugardalsvelli á mánudaginn og það er að sjálfsögðu löngu orðið uppselt.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing