Skyndibitastaðurinn KFC í Ástralíu hefur beðist afsökunar á tísti sem var birt til að auglýsa svokallaðan „hot and spicy“-kjúkling. Tístið má sjá hér fyrir neðan en það fékk að vera á Twitter í nokkra klukkutíma áður en því var eytt.
Tístið sýnir mynd af pari en búið er að ritskoða klofsvæði mannsins. Í yfirlýsingu frá KFC kemur fram að ætlunin hafi ekki verið að móðga beinn.
KFC, if you are experiencing "hot and spicy" sensations in your genitals, I recommend you speak to a doctor pic.twitter.com/iGaYDdXTI0
— mat whitehead (@matwhi) April 14, 2016
Skyndibitarisinn sagði í yfirlýsingunni að auglýsingin hafi verið einlæg leið til að kynna nýja „Hot & Spicy“ kjúklinginn sem er væntanlegur í næstu viku. „Við höfum fjarlægt myndina og ætluðum ekki að móðga neinn.“
KFC baðst einnig afsökunar með þessu tísti þar sem kemur fram að um dómgreindarbrest hafi verið að ræða.
We are very sorry for our earlier tweet on H&S – we didn’t mean to offend and removed it when we realised we’d made an error in judgment.
— KFC Australia (@KFCAustralia) April 15, 2016