Skyndibitakeðjan KFC í Bretlandi notaði þekkt tíst Donalds Trump, forseta Bandaríkjana, til þess að skjóta á forsetann sjálfan og sinn helsta keppinaut McDonald’s á Twitter í gær. Tístið hefur vakið mikla athygli. Huffington Post greinir frá.
Í tísti Donalds Trump hótar forsetinn Kim Jong Un leiðtoga Norður-Kóreu og segist vera með mikið stærri kjarnorkutakka en hann.
North Korean Leader Kim Jong Un just stated that the “Nuclear Button is on his desk at all times.” Will someone from his depleted and food starved regime please inform him that I too have a Nuclear Button, but it is a much bigger & more powerful one than his, and my Button works!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 3, 2018
Eins og áður segir sækir KFC innblástur frá Trump til að láta gamminn geysa en að þessu sinni er það Ronald McDonald sem fær á baukinn. Tístið sem sjá má hér að neðan hefur fengið mikil viðbrögð en þegar þessi frétt er skrifuð hafa 146 þúsund notendur endurbirt það.
McDonald’s leader Ronald just stated he has a “burger on his desk at all times”. Will someone from his big shoed, red nosed regime inform him that I too have a burger on my desk, but mine is a box meal which is bigger and more powerful than his, and mine has gravy! #nuclearbutton
— KFC UK & Ireland (@KFC_UKI) January 3, 2018
Fram kemur í frét Huffington Post að McDonald’s hafi ekki svarað færslu KFC.