Kim Kardashian og tímaritið Paper ætluðu að rústa internetinu og þeim tókst það.
Myndin af berum afturenda réðist til atlögu í gær og í dag birtust nýjar myndir úr sömu myndatöku sem sýna Kim kviknakta. En hún hefur áður setið nakin fyrir á forsíðu en það fór aðeins öðruvísi. Reyndar allt öðruvísi.
Kim Kardashian sat nakin fyrir á forsíðu tímaritsins W í nóvember árið 2010. Umfjöllunin kallaðist Kim Kardashian: The Art of Reality og þar kom fram að hún gæti ekki sungið, leikið eða dansað en að hún hafi fundið sig í hlutverki sem hún sjálf. Á forsíðunni var Kim kviknakin með texta yfir því allra heilagasta. Inni í blaðinu voru svo nektarmyndir af henni þar sem hún var þakin silfurlitaðri líkamsmálningu.
Í þættinum Keeping Up with the Kardashians í janúar árið 2011 voru sýnd viðbrögð hennar þegar blaðið kom út.
„Guð minn almáttugur! ég er berari en ég var í Playboy,“ sagði grátandi Kim, sem hafði á þessum tíma reynt að skapa nýja og íhaldssamari ímynd. „Ég er svo reið! hún lofaði að ég yrði hulin með grafík. Það sést í geirvörtu. Myndatakan gekk út að ekkert myndi sjást.“
Myndband með viðbrögðunum má sjá hér fyrir neðan.
Og Kim bætti við: „Mér finnst ég hafa verið notuð. Ég hef lært mína lexíu. Ég fækka aldrei fötum aftur. Ekki einu sinni fyrir Vogue. Ég vil ekki að fólk líti svo á að það eina sem ég geti er að sitja fyrir nakin.“
http://youtu.be/4UwKW3FFN1I
Í dag birtust svo nýjar myndir úr myndatökunni fyrir Paper sem átti að setja internetið á hliðina — takmark sem virðist vera í höfn.