Tímaritið Paper birti í gærkvöldi forsíðuna á vetrarhefti sínu. Aðalforsíðan er ekki myndin sem við sjáum hér fyrir ofan.
Þetta ku vera hálfgerð bónusforsíða sem virðist vera til þess fallin að setja allt á hliðina, brjóta internetið. Á myndinni er Kim Kardashian í sama kjól og á aðalforsíðunni nema í þetta skipti sýnir hún glansandi afturenda sinn.
Í yfirlýsingu frá tímaritinu Paper kemur fram að takmarkið með tölublaðinu hafi verið að brjóta internetið:
Við fundum ekki neinn eða neina sem er betur til þess fallin en Kim Kardashian West. Hún þarf í raun bara að yfirgefa heimili sitt til að skapa fyrirsagnir.
Rassinn virðist vera í tísku þessa dagana. Við munum öll eftir myndbandi Nicki Minaj við lagið Anaconda. Þá gengu Jennifer Lopez og Iggy Azalea skrefinu lengra í myndbandinu við lag sem heitir einfaldlega Booty.
Fjölmiðlamaðurinn Bill Maher gagnrýndi þessa menningu í þætti sínum á HBO á föstudag.
„Menningin okkar er grunnhyggin vegna þess að við berum ekki virðingu fyrir eldra fólki. Við heiðrum unga fólkið og leyfum þeim að stjórna öllu. Hvernig ætlarðu að útskýra öðruvísi menningarlegt undur sem snýst um mannlegar rasskinnar? Þetta er rass. Hann hefur verið til í gegnum aldirnar.“
Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.