Gríðarlegir skógareldar geysa nú í Kaliforníuríki en í norðurhluta ríkisins ríkir mikil ókyrrð og óvissa vegna eldanna. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og ekki er búist við því að ástandið muni skána á næstum dögum þar sem rakastig er mjög lágt og vindar á svæðinu eru sterkir.
Níu eru taldir af og er 35 manns saknað í bænum Paradise í norðurhluta Kaliforníu. Öllum 27 þúsund íbúum Paradise var gert að yfirgefa heimili sín en allt í allt hafa 75 þúsund heimili á svæðinu verið rýmd en þúsundir bygginga hafa orðið skógareldunum að bráð.
Þá ganga myndbönd manna á milli á samfélagsmiðlum sem sýna gríðarlega eyðileggingu eldanna og hvar fólk kemst í hann krappann við að reyna að flýja eldtungurnar.
Þrír stórir skógareldar geysa í fylkinu og í suðurhluta Kaliforníu, meðal annars í Malibu, eru heimili margra þekktra einstaklinga. Hollywood-stjörnur, þekktir söngvarar, leikarar og Kardashian-fjölskyldan hafa meðal annars þurft að flýja heimili sín.
Þá hefur sögufrægt myndver orðið eldinum að bráð í Agoura Hills. Frá því greina aðstandendur Paramount-búgarðsins en búgarðurinn var byggður af Paramount-myndverinu á gullaldartímabili Hollywood um miðjan þriðja áratug síðustu aldar. Margir af þekktustu vestrum Hollywood voru sviðsettir á búgarðinum og undanfarið hafði búgarðurinn verið notaður undir sögusvið vinsællar þáttaraðar HBO, Westworld.
We are sorry to share the news that the #WoolseyFire has burned Western Town at #ParamountRanch in Agoura. We do not have any details or photos, but it is our understanding that the structures have burned. This area is an active part of the incident and we cannot access it. pic.twitter.com/oC4n7KR8ZT
— Santa Monica Mtns (@SantaMonicaMtns) November 9, 2018
Eyðilegging eldanna er því gríðarleg en stjörnur á borð við Kim og Khloé Kardashian, Cher og Lady Gaga hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um afleiðingar eldanna.
Kim Kardashian West tvítaði á fimmtudagskvöldið að hún hafi flogið til Kaliforníu til þess að bregðast við eldunum og pakka niður persónulegum eigum úr húsi þeirra hjóna í Calabasas. Eiginmaður Kardashian West, rapparinn Kanye West, birti síðan færslu á eigin samfélagsmiðlum þar sem hann greindi frá því að fjölskyldan væri óhult og þakkaði aðdáendum sínum fyrir hlýju orðin.
Á föstudaginn greindi Kim svo frá því á Twitter-aðgangi sínum að húsið þeirra væri í bráðri hættu vegna eldanna.
I heard the flames have hit our property at our home in Hidden Hills but now are more contained and have stopped at the moment. It doesn’t seems like it is getting worse right now, I just pray the winds are in our favor. God is good. I’m just praying everyone is safe ??
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) November 9, 2018
Systir Kim, raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian, þurfti einnig að flýja heimili sitt en hún greindi frá því á Twitter að hún hefði aldrei séð annað eins og hefði varla trúað eigin augum á meðan hún pakkaði saman eigum sínum og dóttur sinnar True í flýti. Þær systur virðast þó hafa komist saman í öruggt skjól en í gærkvöldi birti Kim mynd af sér að knúsa frænku sína True. Hafa systurnar báðar tvítað lofi og þökkum til slökkviliðsfólks á svæðinu og þakka þeim líf sitt.
Trying to get my mind off of this fire and snuggling with my niece. We are all safe and that’s all that matters pic.twitter.com/RPPBTsKNd6
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) November 10, 2018
Söngkonan Cher lýsti miklum áhyggjum yfir heimili sínu á Twitter en húsið hennar stendur í Malibu og hefur söngkonan búið þar á svæðinu síðan 1972. Hún segist eyðilögð og ekki getað hugsað sér að búa annars staðar.
I’m worried about my house?, but there is nothing I can do.
Friends houses have burned??
I can’t bear the thought of there being no Malibu I’ve had a house in Malibu since 1972?— Cher (@cher) November 9, 2018
Þá birti leik- og söngkonan Lady Gaga myndskeið á Instagram-reikningi sínum af því þegar hún flúði heimilið sitt og má sjá reykjarmökk í fjarska.
“Ég sit hérna með ykkur og velti þeim möguleika fyrir mér að húsið mitt fuðri upp” segir Lady Gaga á Twitter.
I am thinking so deeply for everyone who is suffering today from these abominable fires & grieving the loss of their homes or loved ones. I’m sitting here with many of you wondering if my home will burst into flames. All we can do is pray together & for each other. God Bless You.
— Lady Gaga (@ladygaga) November 10, 2018
Fleiri stjörnur á borð við Caitlyn Jenner, Alyssa Milano, Jake Paul, Rainn Wilson og Guillermo Del Toro hafa tjáð sig um afleiðingar eldanna á samfélagsmiðlum en þrátt fyrir mikið eignatjón virðast stjörnurnar hafa komist heilu á höldnu frá hremmingum skógareldanna.