Auglýsing

Kirkjuklukkur Hallgrímskirku spila „Ég er kominn heim” fyrir fyrsta leik Íslands á HM

Kirkjuklukkur Hallgrímskirkju munu spila lagið Ferðalok, eða Ég er kominn heim, fyrir fyrsta leik Íslands á HM á laugardaginn. Lagið hefur fest sig í sessi sem stuðningsmannalag landsliðsins og stuðningsmenn liðsins syngja það gjarnan á landsleikjum.

Íslendingar hefja leik á HM á laugardaginn þegar þeir mæta Argentínu. Leikurinn hefst klukkan 13 en kirkjuklukkur Hallgrímskirkju munu spila Ferðalok tíu mínútur áður en leikurinn hefst.

Það verður organisti kirkjunnar, Hörður Áskelsson, sem leikur á klukkurnar. Irma Óskarsdóttir, prestur í Hallgrímskirkju, segist vera ánægð með uppátækið í samtali við DV.

„Okkur langaði bara að vera með í stemmingunni í þjóðfélaginu og það er gaman að geta notað klukkuspilið okkar í það,“ segir Irma í samtali við DV.

Á sunnudag mun svo þjóðsöngur Íslands hljóma í kirkjuklukkunum klukkan 12 í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga, 17. júní.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing