Auglýsing

Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels handtekin á sviði nektarklúbbs

Bandaríska klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var handtekin í nótt þegar hún kom fram á nektarklúbbi í Columbus, Ohio í Bandaríkjunum. Lögmaður hennar greindi frá málinu á Twitter en hann vill meina að handtakan tengist máli hennar gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta.

Daniels var handtekin í miðju atriði vegna þess að hún leyfði kúnnum klúbbsins að snerta sig á meðan hún dansaði. Hún hefur komið fram á yfir hundrað nektarklúbbum í Bandaríkjunum og flutt sama atriði en samkvæmt lögum Ohio-fylkis er það bannað að láta snerta sig. Þar má enginn sem er ekki fjölskyldumeðlimur snerta nakinn eða nærri nakinn dansara.

Lögfræðingur hennar, Michael Avenatti, sagði að handtakan lyktaði af örvæntingu og gaf í skyn að hún væri pólitísk og að þetta væri engin tilviljun.

„Hún var handtekin fyrir að leyfa kúnna að snerta sig á sviðinu á ókynferðislegan hátt! Ertu að grínast í mér?” sagði Avenatti og undraði sig á því að lögreglan væri að eyða fjármunum í slíkar aðgerðir.

„Það hljóta að vera verkefni sem eru ofar í forgangsröðuninni.” Hann seg­ir að það geti ekki verið að lög­regl­an standi sjálf fyr­ir handtökunni. Avenatti skrif­ar í ann­arri færslu á Twitter að hann eigi von á því að Daniels verði lát­in laus gegn trygg­ingu fljót­lega og hún verði ákærð fyr­ir minni hátt­ar brot sem þau muni berjast gegn af fullum þunga.

Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford, hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna samskipta við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en hún hefur höfðað mál gegn Trump og lögmanni hans þar sem hún reynir að ógilda samkomulag sem var gert árið 2016 sem gerir henni ókleift að ræða opinberlega samband hennar við Trump árið 2006.

Hún hefur lengi haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump árið 2006 og hann hefur viðurkennt opinberlega að hafa borgað henni 130 þúsund dali fyrir þögn hennar. Hann hefur þó ekki viðurkennt að sögur hennar séu sannar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing