Auglýsing

Klappað fyrir Báru þegar hún mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur

Bára Halldórsdóttir er mætt í Héraðsdóm Reykjavíkur vegna hugsanlegrar málsóknar gegn henni. Bára tók upp samtal þingmanna á Klausturbar í nóvember en fjórir þingmenn úr Miðflokknum íhuga málsókn gegn henni. Fjöldi fólks er mættur til að sýna henni samstöðu og klappað var fyrir henni áður en hún fór inn í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram á Vísi.is.

Bára þakkaði kærlega fyrir stuðninginn þegar hún gekk inn í salinn áður en hún settist hjá lögmönnum sínum, Ragnari Aðalsteinssyni og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Enginn af þingmönnum Miðflokksins sem eiga hlut í máli er mættur í dómsal. Lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, er á staðnum. Á meðal þeirra sem eru mætt í salinn má nefna Freyju Haraldsdóttur og Jón Gnarr.

Auður Tinna sagði í hádegisfréttum Bylgunnar í dag að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing