Knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner sem gerði garðinn frægan með Arsenal á sínum tíma hefur verið dæmdur í 50 daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á leigubílsstjóra.
Dómnum strax áfrýjað
Bendtner, sem spilar nú með norska félaginu Rosenborg og missti af heimsmeistaramótinu í sumar vegna meiðsla, hefur áfrýjað dómnum sem féll í dag í Kaupmannahöfn.
Samkvæmt dóminum þótti sannað að Bendtner hafi ráðist á leigubílstjórann með þeim afleiðingum að kjálki leigubílstjórans brotnaði. Atvikið átti sér stað í september í Kaupmannahöfn.
Bendtner ber fyrir sig sjálfsvörn.