Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, er látinn áttræður að aldri eftir stutt veikindi. Fjölskylda hans tilkynnti andlátið á Twitter-síðu hans fyrir stundu. BBC greinir frá.
Annan var Ganverji og sjöundi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna en því hlutverki gengdi hann frá 1997 til 2006. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels ásamt Sameinuðu þjóðunum árið 2001 fyrir framlag sitt til friðar í heiminum, ásamt því að berjast gegn útbreiðslu HIV í Afríku og gegn hryðjuverkastarfsemi.
Annan fæddist 8. apríl árið 1938 í Kumasi í Gana. Undanfarin ár bjó hann í Sviss með eiginkonu sinni sænska lögfræðingnum Nane Mariu Lagergren. Annan var í faðmi fjölskyldunnar, eiginkonu sinnar og barna sinna þegar hann lést.
Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Twitter-síðu hans í morgun
It is with immense sadness that the Annan family and the Kofi Annan Foundation announce that Kofi Annan, former Secretary General of the United Nations and Nobel Peace Laureate, passed away peacefully on Saturday 18th August after a short illness… pic.twitter.com/42nGOxmcPZ
— Kofi Annan (@KofiAnnan) August 18, 2018
António Guterres núverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna minntist forvera síns
Kofi Annan was a guiding force for good. I join the world in mourning his loss. In these turbulent and trying times, his legacy as a global champion for peace will remain a true inspiration for us all. https://t.co/psJ9viPIeu pic.twitter.com/SKfBk5zaY2
— António Guterres (@antonioguterres) August 18, 2018
Nana Akufo-Addo forseti Gana sagðist sorgmæddur að heyra af fráfalli landa síns
The Government and people of Ghana, First Lady Rebecca and I are deeply saddened by the news of the death, in Berne, Switzerland, of one of our greatest compatriots, Mr. Kofi Annan. 1/7
— Nana Akufo-Addo (@NAkufoAddo) August 18, 2018
Forsætisráðherra Bretlands Theresa May sendi fjölskyldu Annan samúðarkveðjur og sagði hann hafa yfirgefið betri heim en hann fæddist í
Sad to hear of the death of Kofi Annan. A great leader and reformer of the UN, he made a huge contribution to making the world he has left a better place than the one he was born into. My thoughts and condolences are with his family. pic.twitter.com/P0SWagShJM
— Theresa May (@theresa_may) August 18, 2018
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins NATO sagði Sameinuðu þjóðirnar og heiminn allan hafa missti mikilmenni
Saddened to hear that Kofi Annan has passed away. His warmth should never be mistaken for weakness. Annan showed that one can be a great humanitarian and a strong leader at the same time. The UN and the world have lost one of their giants.
— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) August 18, 2018