Kolbeinn Sigþórsson hefur verið kynntur sem nýjasti leikmaður Galatasaray í Tyrklandi. Hann er þó enn þá samningsbundinn Nantes í Frakklandi en fer til tyrkneska liðsins á láni.
Kolbeinn Sigthorsson sporting the red and yellow colours for the first time. pic.twitter.com/DD5id0Xza3
— Galatasaray EN (@Galatasaray) August 30, 2016
Í viðtali á vefsíðu félagsins segist Kolbeinn vera himinlifandi með að vera kominn til Tyrklands. „Ég er mjög ánægður. Galatasaray er stórt félag með mikla sögu,“ sagði hann.
Ég er glaður að vera hérna. Þetta tók ekki langan tíma. Ég frétti af áhuga félagsins á sunnudaginn og hér er ég nú.
Athygli vekur að Kolbeinn er ekki með föðurnafn sitt á treyju Galatasaray. Kolbeinn hefur ávallt spilað með „Sigthorsson“ á bakinu, hvort sem það er með félagsliðum eða landsliði Íslands. Fyrir EM óskuðu leikmenn landsliðsins meira að segja sérstaklega eftir því að bera föðurnöfnin.
En ástæðan fyrir því að föðurnafnið væri kannski ekki viðeigandi er hins vegar ansi skemmtileg.
„Sigþórsson“ yrði borið fram sem „Siktirsin“ í Tyrklandi. Nútíminn fékk það staðfest hjá fólki sem þekkir tungumálið. Siktir er mikið blótsyrði á tyrknesku og þýðir einfaldlega: „Fuck off“.
Google er ekki alveg með þetta þó það sé nálægt
Íbúar í Istanbúl er hins vegar afar ánægðir með liðsstyrkinn — sama hvað stendur á bakinu á honum.