Auglýsing

Kolbeinn var hræddur um að ferillinn væri á enda: „Bjartir tímar framundan“

Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og ekki spilað með landsliðinu frá því á EM í Frakklandi sumarið 2016. Hann er nú mættur aftur á völlinn og viðurkennir í viðtali við Guðmund Benediktsson fyrir þáttinn Fyrir Ísland að á tímapunkti hafi hann óttast að ferilinn gæti verið búinn.

„Auðvitað pældi maður í því. Ég var það lengi frá að sú hugsun kom upp einhvern tímann. En, ég hafði nú oftast trú á því að ég kæmi til baka og ég einbeitti mér að því að vera jákvæður á það að koma til baka,“ segir Kolbeinn í viðtalinu.

Kolbeinn er nú mættur aftur í landsliðið og tekur að öllum líkindum þátt í vináttuleik gegn Mexíkó á laugardaginn. „Mér finnst eins og ég sé að byrja núna seinni part ferilsins og vonandi eru bara bjartir tímar framundan,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu.

Aðspurður um hvort hann kunni betur að meta íþróttina eftir þessa erfiðu tíma stendur Kolbeinn ekki á svörum. „Það er eitthvað sem að maður lærir á þessum tíma þegar að allt er tekið frá manni. Maður kann enn þá meira að meta allt þegar maður fær þetta aftur upp í hendurnar,“ sagði Kolbeinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing