Dularfullur maður klæddur eins og Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, söng og spilaði á gítar fyrir framan Deli á Laugavegi í dag. Hópur fólks safnaðist saman þar sem hann flutti lög U2 ásamt manni í víkingabúningi sem þurfti aðeins fleiri tilraunir til að hitta á réttu gripin á gítarnum.
"Bono" æði á Laugavegi. pic.twitter.com/i3g2eBw5bX
— Hjalti Harðarson (@hhardarson) November 9, 2017
Á samfélagsmiðlum hafa skapast umræður um hvort hinn raunverulegi Bono hafi verið á ferðinni. Í síðustu viku bárust fréttir af því að Bono hafi verslað í Frú Laugu við Laugalæk. Guðný Önnudóttur, annar eigandi Frú Laugu, sagði þá í samtali við mbl.is að Bono hafi verið í fylgd með íslenskum manni sem hafi fullyrt að um hinn raunverulega Bono hafi verið að ræða. Sagðist hann vera að sýna honum hverfið, Laugardalinn.
Þá sögðust ýmsir hafa séð Bono á vappi í miðborginni, meðal annars á Prikinu, um síðustu helgi
PROOF ? pic.twitter.com/LMjftIgG5Q
— Ryan Hawaii (@RYAN_HAWAII) November 2, 2017
En var þetta Bono? Og hver var þessi maður á Laugavegi? Undanfarna daga virðist tvífari söngvarans hafa verið á flakki um höfuðborgarsvæðið — meðal annars í Fjarðarkaup.
alveg nokkuð viss um að þetta sé ekki bono pic.twitter.com/pD5F3XsEWH
— Tómas (@tommisteindors) November 8, 2017
Nútíminn hefur reynt að staðsetja Bono án árangurs en það hefur reynst erfitt þar sem hljómsveitin U2 virðist ekki vera á tónleikaferðalagi þessa stundina. Þá er hann hvorki á Twitter né Instagram, sem kemur oft upp um hvar stjörnurnar eru staðsettar. Í lok október kom hljómsveitin fram í Brasilíu en hún hefur hverfi verið bókuð undanfarna daga.
Bono hefur hins vegar staðið í ströngu við að svara fyrir það að nafn hans sé að finna í Paradísarskjölunum í tengslum við kaup á verslunarmiðstöð í Litháen.
Við gefum Gumma Ben orðið í spilaranum hér fyrir ofan.