Auglýsing

Komust ekki svo langt að ræða hver yrði forsætisráðherra, ber til baka heimildir Fréttablaðsins

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á.

Formennirnir hafi ekki komist svo langt að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn.

Fréttablaðið greindi frá því í dag að á þeim fundi hafi sú hugmynd verið rædd hvort mynda ætti ríkisstjórn þessara þriggja flokka með Sjálfstæðisflokki undir forystu Viðreisnar.

Hafði blaðið eftir heimildamönnum sínum að Óttarr og Benedikt hafi reynt að byggja brú á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks með því að leggja til að Benedikt yrði forsætisráðherra.

Sjá einnig: Björt framtíð og Viðreisn vildu að Benedikt yrði forsætisráðherra

Katrín staðfesti að hún vill ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum

Benedikt furðaði sig á þessu í samtali við Vísi í morgun.

„Ég spurði Katrínu hins vegar á fundinum hvort það stæði að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, hún staðfesti það og þá þurfti ekkert að ræða það frekar hvernig slík ríkisstjórn yrði skipuð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.

Óttarr segir að á fundinum hafi formenn flokkanna ekki komist svo langt að ræða hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn.

„Auðvitað hentu menn upp þeim möguleikum sem hausatalningin býður upp á og einn af möguleikunum sem hefur verið ræddur, og bæði ég og margir aðrir hafa talað um í fjölmiðlum, væri ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á miðjunni, Vinstri grænna til vinstri og Bjartrar framtíðar til hægri,“ segir Óttarr í samtali við Vísi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing