Kona reyndi að klifra upp Frelsisstyttuna í New York í gær til að mótmæla meðferð ólöglegra innflytjenda og barna þeirra við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.
Ferðamenn á eyjunni sáu fyrst til hennar og var hún rýmd á meðan björgunaraðgerðirnar stóðu yfir. Konan lá á styttunni í rúma þrjá tíma meðan lögreglumenn reyndu að fá hana niður en hún heitir Therese Patricia Okoumou og er innflytjandi frá Kongó.
Á blaðamannafundi í gær sagði lögreglan að hún hefði beðið björgunarmennina afsökunar fyrir að hafa þurft að fara upp á styttuna að ná í hana.
NYPD press conference on Statue of Liberty Climber:
Responding officer: "She was basically up there [talking] about the children in Texas."
She was combative at first, but “she actually apologized to Chris and I for having to go up there get her." pic.twitter.com/rEoX2xEPwV
— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) July 5, 2018