Auglýsing

Kona sem er að deyja úr krabbameini birti einkamálaauglýsingu fyrir manninn sinn í New York Times

Rithöfundurinn Amy Krouse Rosenthal er að deyja úr krabbameini. Í gær birti New York Times grein eftir hana með fyrirsögninni: Ég vil að þú giftist eiginmanni mínum.

„Ég hef verið gift alveg ótrúlegum manni í tuttugu og sex ár. Ég ætlaði að endast tuttugu og sex ár til viðbótar,“ skrifar Rosenthal. Í september á síðasta greindist hún með krabbamein í eggjastokkum og á skammt eftir ólifað.

„Leyfið mér að kynna ykkur fyrir hermanni þessarar greinar, Jason Brian Rosenthal. Það er auðvelt að verða ástfangin af honum. Ég varð það á einum degi,“ skrifar Rosenthal. Þau kynntist árið 1989 þegar þau voru 24 ára.

„Ég hef aldrei verið á Tinder, Bumble eða eHarmony en ég ætla að útbúa almennan prófíl fyrir Jason hér, byggðan á reynslu minni af því að vera í sama húsi og hann í 9.490 daga,“ skrifar Rosenthal.

Síðan hefst hún handa við að telja upp kosti hans.

„Hann hefur góðan fatasmekk. Unglingssynir okkar, Justin og Miles, fá fötin hans oft lánuð. Hann nýtur þess líka að halda sér i góðu formi,“ skrifar hún. Þá dásamar hún hæfileika eiginmannsins í eldhúsinu og segir hann einstaklega handlaginn.

„Hann er dásamlegur faðir. Spurðu hvern sem er. Sjáðu manninn þarna í horninu? Farðu og spurðu hann, hann mun segja þér það. Jason er miskunnsamur og hann getur snúið pönnuköku,“ segir hún meðal annars.

„Ég held að þú vitir nógu mikið um hann núna. Svo, ýttu til hægri,“ segir hún þá og vísar þar í stefnumótaappið Tinder.

„Ég vil meiri tíma með Jason. Ég vil meiri tíma með börnunum okkar. Ég vil fá að sötra fleiri martíni á Green Mile Jazz klúbbnum á fimmtudagskvöldum. En það mun ekki gerast. Ég á líklega aðeins nokkra daga ólifaða á þessari jörðu,“ skrifar Rosenthal að lokum og segist vona að rétta manneskjan finni eiginmann hennar að henni látinni og önnur ástarsaga hefjist.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing