Konan sem skyndibitarisinn Burger King notaði í heimsfræga dónaauglýsingu í Singapore hefur loksins tjáð sig um málið, fimm árum eftir að auglýsingin birtist.
Konan hefur ekki gefið upp nafn sitt. Í myndbandi á Youtube segir hún Burger King hafa niðurlægt sig í auglýsingunni en andlit hennar var notað að henni forspurðri.
https://www.youtube.com/watch?v=h7pnGJHGn-M
„Burger king fann mynd af mér úr myndatöku þar sem ég sýndi fjölbreytileg svipbrigði og stellingar. Án þess að taka nokkurt tillit til mín sem manneskju hagnaðist fyrirtækið á mér með lítillækandi typpagríni,“ skrifar hún í lýsingu við myndbandið.
Konan líkir hegðun fyrirtækisins við kynferðisbrot. „Ég trúi á kynferðislega tjáningu í list og miðlun. Hún er falleg og nauðsynleg í heilbrigðu samfélagi. En það verður að fá samþykki — annað er nauðgun.“
Hún endar textann á hashtagginu: #SuckOnYourOwnSlimySevenIncher
Svona leit umrædd auglýsing út.
Nánar á vefsíðu Adweek.