Theodór Ingi Ólafsson birti í dag myndir á Twitter sem sýna tvær mismunandi aðferðir við að borða lakkrísrúllu frá Appolo. Með myndunum spurði hann fylgjendur sína hver væri rétta leiðin til að borða lakkrísrúllu. Í kjölfarið fóru af stað heitar umræður og ljóst er að málið er umdeilt.
Hvor er rétta leiðin til að borða lakkrísrúllu, A eða B? pic.twitter.com/rbU4IeuJFB
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) October 12, 2017
Þorsteinn Guðmundsson er ekki villimaður!
A A A!!! Við erum ekki villimenn!!
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 12, 2017
Er Hörður í Macland villimaður?
Ég er B maður
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 12, 2017
Kött Grá Pjé er með lausn?
Þetta er ein munnfylli, Teddi. Troða rúllunni allri upp í sig. Eins með Lindubuff. Þá er hægt að prjóna eða forrita etc. á meðan tuggið er.
— Kött Grá Pje (@KottGraPje) October 12, 2017
Eins og sjá má skilaði umræðan ekki afgerandi niðurstöðu og við það verður ekki unað. Við þurfum að fá botn í þetta mál og það strax.