Auglýsing

Konráð stal hálfprjónuðum sokki, prjóni og hnykli úr húsi í Þingholtunum

Kötturinn Konráð býr í miðbæ Reykjavíkur. Hann á marga aðdáendur í hverfinu og er duglegur að kíkja í heimsókn til nágrannanna. Hingað til hefur hann haldið sig á réttu brautinni í lífinu en nú virðist hann hafa villst af leið. Konráð kom nefnilega nýlega heim með garnhnykil, prjón og hálfkláraðan sokk og færði eiganda sínum.

„Ég er viss um að einhver situr nú heima hjá sér og klárar sér harkalega í kollinum yfir því hvar hann/hún hefur lagt frá sér prjónadótið. Ef þið þekkið einhvern prjónaglaðan í Þingholtunum með klórsár á höfðinu þá er sokkur hér hjá okkur,“ skrifaði Silja Ástudóttir, eigandi Konráðs, á Facebook.

Færslan hefur vakið mikla athygli og kátínu. Margir hafa skrifað athugasemd við hana og deila meðal annars sögum af þjófóttum köttum. Ein segist vera með fullan poka af garni sem kötturinn hennar hefur borið inn og önnur segir frá þjófóttum ketti sínum sem stal ullarsokkum og ullarfötum af barni úr sameiginlegu þvottahúsi.

Silja segir í samtali við Nútímann að henni hafi ekki tekist að hafa upp á eiganda sokksins. Rúmlega þrjú hundruð manns hafa deilt færslunni á Facebook og heldur hún í vonina að handavinnan komist í réttar hendur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing