Konur eru 24 af 63 þingmönnum eftir kosningarnar í gær. Konur hafa ekki verið færri á þingi frá árinu 2007.
Konum á Alþingi fækkar um sex en þær voru 30 af 63 Alþingismönnum fyrir kosningarnar í gær. Á Twitter benti fólk meðal annars á að stjórninni hafi verið slitið út af kynferðisafbrotamálum, svo hafi verið kosið og konur hafi tapað.
Nútíminn tók saman tíst kvöldsins um málið
Kosningum slitið út af kynferðisafbrotamálum. Kosið. Konur tapa. #kosningar pic.twitter.com/ryihS24JSr
— Thorbjorg Helga (@thorbjorghelga) October 29, 2017
Ef fer sem horfir, er kvennalisti það eina í stöðunni. #kosningar
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) October 29, 2017
Staðan versnaði eftir þetta tíst
26 konur og 37 karlar inni eins og staðan er núna. Sigurvegarar kosninganna eru miðaldra karlar. Konur tapa. #kosningar
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) October 29, 2017
Sigurvegari þessara kosninga er feðraveldið #kosningar
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) October 29, 2017
Færri konur lægri skatta.
— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) October 29, 2017
Feminíska byltingin er að skila af sér karllægasta Alþingi í mörg ár.
— Óskar Steinn ?️???? (@oskasteinn) October 29, 2017