Auglýsing

Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: „Við ætlum ekki lengur að standa hjá í þögn“

Í lokuðum umræðuhópi kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi og fordóma. 97 þeirra hafa í kjölfarið undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Yfirlýsingunni fylgja 34 reynslusögur og áskorun til samfélagsins.

„Margar okkar hafa upp­lifað það að hafa verið yfir­gefnar og ein­angr­aðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sam­ein­ast um frá­sagnir hafa augu okkar hins vegar opn­ast fyrir því að sam­fé­lagið hefur um langa hríð snúið blinda aug­anu að ýmsu mis­jöfnu sem átt hefur sér stað gagn­vart konum af erlendum upp­runa. Fram­komu sem hefur leitt til þess að margar okkar upp­lifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til vernd­ar, aðstöðu og rétt­inda í íslensku sam­fé­lagi, segir í yfirlýsingunni.

„Við ætlum ekki lengur að standa hjá í þögn. Við höfum fundið okkur vett­vang til að standa saman og teygjum okkur nú til sam­fé­lags­ins sem við búum í, elskum og vinnum í, til að standa með okk­ur,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má í heild hér að neðan.

Yfir­lýs­ing kvenna af erlendum upp­runa sem búa á Íslandi:

#Metoo bylt­ingin á Íslandi hefur leitt til þess að fólk hefur opnað augun fyrir kyn­ferð­is­of­beldi, mis­munun og áreiti gagn­vart kon­um. Konur úr ýmsum starfs­stéttum hafa stigið fram og deilt frá­sögnum úr sínu vinnu­um­hverfi þar sem þær hafa orðið fyrir mark­vissu nið­ur­broti og kerf­is­bund­inni mis­beit­ingu valds af hálfu karl­manna. Konur hafa und­an­farið staðið upp og kraf­ist þess að sam­fé­lagið í heild sinni opni blinda augað sem snúið hefur að þess­ari stöðu. Kyn­bundin mis­munun leiðir til mis­notk­unar og áreitis og því þurfa vinnu­veit­endur að setja sér áætl­anir og hrinda í fram­kvæmd verk­ferlum sem tryggja jafn­ræði kynj­anna.

Við konur af erlendum upp­runa sem búum hér á landi höfum átt erfitt með að finna okkur stað innan #Metoo bylt­ing­ar­inn­ar. Fáar af þeim konum sem stigið hafa fram með sínar frá­sagnir hingað til, til­heyra þeim hópi. En er það vegna þess að við erum hafðar útundan eða kjósum við að standa hjá? Það er mik­il­vægt að við leitum svara við þeim spurn­ingum og að við þorum að finna svörin við þeim. Það er ekki síður mik­il­vægt að skilja hvers vegna við þurfum að svara þessum spurn­ing­um, nú þegar konur hafa kosið að rjúfa þögn­ina, standa saman og treysta því að sam­fé­lagið leggi við hlustir og bregð­ist við hinni háværu umræðu með þungu undir­öld­unni. 

Frásagnir kvenna af erlendum upp­runa eru ofnar úr for­dóm­um, mis­mun­un, mark­vissu nið­ur­broti, van­rækslu, úti­lokun og mis­notk­un. Margar okkar hafa upp­lifað það að hafa verið yfir­gefnar og ein­angr­aðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sam­ein­ast um frá­sagnir hafa augu okkar hins vegar opn­ast fyrir því að sam­fé­lagið hefur um langa hríð snúið blinda aug­anu að ýmsu mis­jöfnu sem átt hefur sér stað gagn­vart konum af erlendum upp­runa. Fram­komu sem hefur leitt til þess að margar okkar upp­lifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til vernd­ar, aðstöðu og rétt­inda í íslensku sam­fé­lagi. 

Hér á eftir fara frá­sagnir hug­rakkra kvenna sem deila með okkur sínum veru­leika. Við óskum einskis ann­ars en að þær séu lesnar með virð­ingu fyrir því sem systur okk­ar, mæð­ur, dætur og bestu vin­konur hafa upp­lifað og að hver og einn les­andi spyrji sig hvort hann/hún hefði getað brugð­ist öðru­vísi við. Við óskum þess að við leitum leiða til þess að við sem sam­fé­lag getum stutt og styrkt konur af erlendum upp­runa. Við óskum þess að hver og einn finni leiðir til að brjóta niður múra þagnar og hræðslu í þeim til­gangi að leggja sitt af mörkum við að skapa öruggan stað í sam­fé­lag­inu fyrir konur sem þurfa á vernd og styrk að halda. 

Það er mik­il­vægt að setja á dag­skrá ástæður for­dóma, mis­mun­unar og nið­ur­brots sem konur af erlendum upp­runa upp­lifa á Íslandi. Sumum okk­ar, sem hafa orðið fórn­ar­lömb heim­il­is­of­beld­is, kyn­ferð­is­of­beldis og jafn­vel mansals, er mark­visst haldið í við­kvæmri stöðu sem jafn­vel er notuð gegn þeim. Gáf­að­ar, mennt­að­ar, sterkar og fal­legar konur flytja hingað til lands ala með sér sömu drauma og vonir og íslenskar konur um bjarta fram­tíð og vel­gengni. Þegar þessar konur sjá drauma og vonir verða að engu vegna kerf­is­bund­inna for­dóma, van­rækslu og mis­mun­un­ar, er þeim þröngvað í hlut­verk fórn­ar­lambs sem oftar en ekki er upp á kval­ara sinn kom­ið. 

Konur af erlendum upp­runa krefj­ast nú sömu athygli og íslenskar kyn­systur þeirra og að sam­fé­lagið bregð­ist við þeirra frá­sögnum með sama hætti og frá­sögnum íslenskra kvenna.  Fyr­ir­tæki, sam­tök, íþrótta­fé­lög og sveit­ar­fé­lög setja nú saman aðgerða­á­ætl­anir og verk­ferla sem útrýma eiga kyn­ferð­is­legri mis­mun­un, mis­notkun og áreiti. Innan þess­ara áætl­ana og ferla þarf að vera pláss fyrir konur af erlendum upp­runa. Þar þarf að horfa sér­stak­lega til vald­efl­ingar þessa við­kvæma hóps, sem þarf ekki bara að eiga sína rödd. Sú rödd þarf líka að njóta skiln­ings og virð­ing­ar. Við viljum að vinnu­veit­endur tryggi það að við séum upp­lýstar um rétt­indi okkar og að verk­ferlar séu skýrir og boð­leiðir greiðar þegar við þurfum að vernda rétt­indi okkar sjálfra. 

Innan heil­brigð­is­kerf­is­ins, vel­ferð­ar­kerf­is­ins og dóms­kerf­is­ins þurfa íslensk stjórn­völd, bæði ríki og sveit­ar­fé­lög, að tryggja það að konur af erlendum upp­runa eigi greiða leið að úrræðum til að vernda við­kvæma stöðu sína. Margar okkar hafa þjáðst í þögn þegar við höfum hvorki haft þekk­ingu á eða borið traust til þess­ara þriggja kerfa sem eru uppi­staða örygg­is­nets­ins sem hvert heil­brigt sam­fé­lag passar að séu aðgengi­leg fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að grípa þá sem minnst mega sín. Og til að tryggja að grund­vallar mann­rétt­indi séu virt þannig að eng­inn þurfi að líða fyrir upp­runa sinn eða lit­ar­hátt, trú sína eða kyn­hneigð. 

Við ætlum ekki lengur að standa hjá í þögn. Við höfum fundið okkur vett­vang til að standa saman og teygjum okkur nú til sam­fé­lags­ins sem við búum í, elskum og vinnum í, til að standa með okk­ur. #Metoo er #VIЭlíka hreyf­ing þar sem við stöndum stoltar til að bjóða mis­munun og mis­notkun byrg­inn. Konur af erlendum upp­runa geta líka látið í sér heyra. 

Þær frá­sagnir sem koma hér á eftir þarf að lesa með gler­augum virð­ing­ar, skiln­ings og var­færni. Þessar hug­rökku konur hafa valið að deila þessum sárs­auka­fullu frá­sögnum undir nafn­leysi. Við biðjum um að les­endur nýti þær til­finn­ingar sem kunna að vakna við lest­ur­inn til að finna leiðir til að bæta stöðu okkar og brúa það bil sem mynd­ast hefur á milli okkar og ann­arra í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing