Kvenkyns leikmenn verða í fyrsta skipti í tölvuleiknum FIFA 16, sem kemur út í september. Leikurinn kom fyrst út árið 1993 og er á meðal vinsælustu íþróttaleikja heims.
12 kvennalandslið verða í leiknum: Ástralía, Brasilía, Kanada, Kína, England, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Mexíkó, Spánn, Svíþjóð og Bandaríkin.
Steph Houghton, fyrirliði enska landsliðsins, segist í samtali við BBC vona að þetta verði til þess að kvennaknattspyrna nái enn meiri útbreiðslu.
Við erum nokkrar í liðinu sem spilum FIFA þannig að við eigum eftir að takast á um getu okkar í leiknum. Ég hlakka til að skora sem ég í leiknum í fyrsta skipti.
Hreyfingar markahróksins Abby Wambach, framherja bandaríska landsliðsins, voru notaðar til hliðsjónar fyrir leikmennina í leiknum.