Félagið Ungar athafnakonur hefur blásið til samstöðufundar um rétt fólks til að fá að sinna starfi sínu í friði. Biðlað er til stjórnvalda og leiðtoga í atvinnulífinu að skilgreina hvaða afleiðingar og eftirfylgni áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Fólk er hvatt til þess að nota Twitter til þess að deila reynslu sinni og/eða hugsjónum varðandi þetta málefni undir #vinnufriður.
„Byltingar á borð við #metoo hafa rutt veginn fyrir breytingar í samfélaginu en það er ekki nóg að viðurkenna vandann og segjast fordæma áreitni. Við viljum að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar og eftirfylgni áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur,“ segir í lýsingu á viðburðinum.
Klara Óðinsdóttir, lögfræðingur, Elísabet Brynjarsdóttir, forseti stúdentaráðs HÍ og Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar koma fram á viðburðinum sem er opinn öllum þeim sem hafa áhuga.
Hér má sjá brot úr umræðunni á Twitter
Kveið því alltaf að fara í vinnuna um helgar þegar er var þjónn því ég vissi að ég yrði klipin í rassinn og fengi extra óviðeigandi komment þegar gestir voru í glasi #vinnufriður
— Kolfinna Tómasdóttir (@KolfinnaT) January 16, 2019
Þegar ég braut júniformreglur flugfélagsins í hverju einasta flugi því ég skipti úr hælum í flatbotna skó FYRIR flugtak en ekki eftir það. Snýst um öryggi. #vinnufriður
— Ragna Bjarnadóttir (@ragnabjarna) January 17, 2019
20 ára. Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu í afgreiðsustarfi sem ég var í á þeim tíma. Djöfull leið mér illa #vinnufriður https://t.co/jNTxX8JGUd
— Snæfríður Jónsdóttir (@snaefridurjons) January 16, 2019
Fékk kvíðaköst á sunnudagskvöldum á fyrrum vinnustað vegna ótta við óviðeigandi athugasemdir yfirmanns og hvernig ég gæti svarað fyrir mig án þess að missa vinnuna. #vinnufriður https://t.co/ednRG7InQy
— Sigyn Jónsdóttir (@sigynjons) January 16, 2019
Vann í útivistafatabúð og var beðin af kúnna að máta úlpu fyrir hann sem hann ætlaði að gefa konunni sinni. Hann sagðist óska þess að ég væri að vinna í sundfataverlsun og að ég væri að máta fyrir hann bikiní. #vinnufriður
— Vala Magnúsdóttir (@valarun1) January 16, 2019
Í fatabúðinni er líka krafa á að við spyrjum opinna spurninga eins og t.d. ,,Hvað get ég gert fyrir þig?” og oftar en einu sinni hef ég fengið svarið: ,,Bara hvað sem er?” og perraglott fylgir. #vinnufriður
— Vala Magnúsdóttir (@valarun1) January 16, 2019
Í afgreiðslustarfi var mér sagt að ef ég klæddist aðeins flegnari bolum yrðu kúnnarnir ánægðari. Ég var 14 ára. #vinnufriður
— Kolfinna Tómasdóttir (@KolfinnaT) January 16, 2019
Var hótað uppsögn þegar ég vann á vinsælum veitingastað í 101 af því ég daðraði ekki nógu mikið við viðskiptavini og annan eiganda staðarins (þann sem hótaði mér uppsögninni), hinn eigandinn var nýbúinn að segja mér að ég væri einn duglegasti þjónninn á staðnum #vinnufriður
— Tinna Eik (@tinna_eik) January 17, 2019
20 ára. Þurfti að láta prenta út gögn fyrir mig í vinnunni. Tveir kk sem sáu um það neita að láta mig fá það sem ég þurfti nema ég snúi mér við og þeir fengju að horfa á mér rassinn fyrst. Ég í sjokki og enda á að gera það. Labba út grátandi. #vinnufriður https://t.co/AB5jUG1lXD
— Anna Berglind Jónsd. (@annaberglindj) January 16, 2019
18 ára. Karlmaður hótar að lemja mig af því ég vildi ekki fá mér í glas með honum á bar sem ég var að vinna á — á meðan ég var að reyna að sinna vinnunni minni #vinnufriður
— Snæfríður Jónsdóttir (@snaefridurjons) January 16, 2019
Gott að minna sig á að #vinnufriður tengist ekki bara óþægilegum viðskiptavinum. Gamli yfirmaðurinn talaði um hvað það væri erfitt að vinna í kringum mig því hann væri með svo mikla "þynnkugreddu" að hann gæti ekki horft á mig.
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 17, 2019
Þegar ég vann í kjötborði og viðskiptavinur sagði mig vera „girnilegasta kjötstykkið sem við byðum upp á“ #vinnufriður
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) January 17, 2019