Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu fóru af stað með herferð samfélagsmiðlum í dag. Herferðin virkar þannig að með bleikum og fjólubláum myndum á samfélagsmiðlum er nú hægt að gefa það upp hvort viðkomandi hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða að það þekki einhvern sem hefur gengið í gegnum slíkt.
Herferðin fór af stað í morgun og nú þegar hafa margir stigið fram og birt fjólubláa mynd á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #Aldreiaftur.
Herferðin á sér fyrirmynd en eins og margir muna birtust samskonar gular og appelsínugular á samfélagsmiðlum árið 2015. Þar var vakin athygli á kynferðisofbeldi.
Kolbrún Dögg Arnardóttir stofnandi herferðarinnar útskýrir myndirnar í samtali við Vísi.is í dag. „Þær sem eru með fjólubláa mynd eru að segja, „ég hef orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og/eða innan fjölskyldu. Bleika myndin stendur fyrir „ég þekki einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og/eða innan fjölskyldu. Ég er hér fyrir þolendur ofbeldis,“ segir Kolbrún.
Þá er einnig boðið upp á tvískiptar myndir sem standa fyrir báða litina.
#AldreiafturÍslenska:Fjólublá mynd = Ég hef orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og/eða innan fjölskyldu.Bleik mynd =…
Posted by Outloud Konurtala Þöggun Karlartala Allirtala on Miðvikudagur, 7. mars 2018